Fara í efni

Ferðasumar Outlander PHEV

Fyrsti fullvaxni rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn

Mitsubishi Outlander PHEV er fyrsti fullvaxni rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn í heiminum og mest selda bifreiðin á Íslandi 2018. Skyldi engan undra enda mörgum kostum búinn. Frá því að Outlander PHEV var fyrst kynntur til leiks árið 2013 hefur hann notið fádæma vinsælda. Á Íslandi hefur hann verið mest seldi tengiltvinnbíllinn þrjú ár í röð og árið 2018 var hann sá mest seldi af öllum bílum á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Outlander PHEV er rúmgóður, þægilegur og er með dráttargetu upp á 1500 kg. Hvernig væri að kíkja á helstu bæjarhátíðir landsins á þessum frábæra ferðabíl?

FERÐAPAKKI Outlander PHEV inniheldur

 •  Aukahlutapakka frá Mitsubishi að eigin vali að verðmæti 300.000 kr.
 • Gjafakort frá Víkurverk að verðmæti 50.000 kr. 
 • Osprey ferðapoka frá GG Sport að verðmæti 25.000 kr.
 • Hleðslukort Ísorku að verðmæti 25.000 kr.
 • HEILDARVERÐMÆTI:  400.000 kr.

VEIÐIPAKKI Outlander PHEV inniheldur

 • Aukahlutapakka frá Mitsubishi að eigin vali að verðmæti 300.000 kr.
 • Gjafakort í Veiðiflugum að verðmæti 50.000 kr. 
 • Osprey ferðapoka frá GG Sport að verðmæti 25.000 kr.
 • Hleðslukort í Ísorku að verðmæti 25.000 kr. 
 • HEILDARVERÐMÆTI: 400.000 kr.

SPORTPAKKI Outlander PHEV inniheldur

 • Aukahlutapakka frá Mitsubishi að eigin vali að verðmæti 250.000 kr.
 • Thule ferðabox og töskur að verðmæti 125.000 kr. 
 • Hleðslukort í Ísorku að verðmæti 25.000 kr. 
 • HEILDARVERÐMÆTI: 400.000 kr.

HJÓLAPAKKI Outlander PHEV inniheldur

 • Aukahlutapakka frá Mitsubishi að eigin vali að verðmæti 300.000 kr.
 • Gjafakort í Erninum að verðmæti 50.000 kr. 
 • Hjólabúnað frá HEKLU að verðmæti 25.000 kr.
 • Hleðslukort í Ísorku að verðmæti 25.000 kr.
 • HEILDARVERÐMÆTI: 400.000 kr.

Stöðug þróun

Frá upphafi hefur Outlander PHEV verið í stöðugri þróun til að tryggja áframhaldandi stöðu meðal fremstu tengiltvinnbíla. Þær breytingar sem gerðar voru á nýjustu útgáfu Outlander PHEV eru fyrst og fremst tæknilegs eðlis og snúa að meiri sparneytni og afkastagetu. Þannig státar hann nú af enn meiri sparneytni og bættum aksturseiginleikum, auknum afköstum, endurbættu aldrifi og meiri þægindum á öllum sviðum. Hvað varðar akstursupplifun þá hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar á aflstýringu og spólvörn auk þess sem ný sport-stilling skilar skarpara viðbragði og auknu gripi. Önnur nýjung sem nýtist Íslendingum vel er snjóstilling sem auðveldar bílnum að taka af stað og beygja þegar grip er lítið á sleipu yfirborði. Mitsubishi Outlander PHEV er sannarlega einn með öllu. Hann skartar býr yfir háþróuðum tæknilausnum og miklu akstursöryggi; er rúmgóður, vistvænn, kraftmikill og ótrúlega hagkvæmur í rekstri. Komdu og kynntu þér vinsælasta bílinn á Íslandi.