Fara í efni

Ferðasumar L200

FERÐAPAKKI L200 inniheldur

 • Aukahlutapakka frá Mitsubishi að eigin vali að verðmæti 300.000 kr.
 • Gjafakort frá Víkurverk að verðmæti 50.000 kr. 
 • Osprey ferðapoka frá GG Sport að verðmæti 25.000 kr.
 • Hleðslukort Ísorku að verðmæti 25.000 kr.
 • HEILDARVERÐMÆTI:  400.000 kr.

VEIÐIPAKKI L200 inniheldur

 • Aukahlutapakka frá Mitsubishi að eigin vali að verðmæti 325.000 kr.
 • Gjafakort í Veiðiflugum að verðmæti 50.000 kr.
 • Osprey ferðapoka frá GG Sport að verðmæti 25.000 kr. 
 • HEILDARVERÐMÆTI: 400.000 kr. 

SPORTPAKKI L200 inniheldur

 • Aukahlutapakka frá Mitsubishi að eigin vali að verðmæti 275.000 kr.
 • Thule ferðabox og töskur að verðmæti 125.000 kr.
 • HEILDARVERÐMÆTI: 400.000 kr. 

FJALLAPAKKI L200 inniheldur

 • Breytinga- og aukahlutapakka frá Mitsubishi að eigin vali að verðmæti 375.000 kr.
 • Osprey ferðapoka frá GG Sport að verðmæti 25.000 kr. 
 • HEILDARVERÐMÆTI 400.000 kr. 

Hjólapakki L200 inniheldur

 • Aukahlutapakka frá Mitsubishi að eigin vali að verðmæti 350.000 kr.
 • Gjafakort í Erninum að verðmæti 50.000 kr.

Mitsbishi L200

 • Hörkutólið L200 er margverðlaunaður pallbíll og er handhafi Carbuyer Awards 2018 og 2019.
 • Í fyrra var hann valinn pallbíll ársins af virta bílablaðinu Auto Express fjórða árið í röð – afrek sem enginn annar pallbíll hefur leikið eftir.

Mitsubishi L200 Vargurinn

L200 er byggður á heilli grind, er með hátt og lágt drif, dráttargetu upp á 3.1 tonn og 450 Nm togkraft. Þessir eiginleikar bílsins gera hann afar aðlaðandi fyrir athafnasamt fólk, hvort sem um ræðir krossara, veiðimenn, hestafólk, verktaka eða golfara enda auðvelt að breyta L200 með aukahlutum sem henta hverjum og einum. Vargurinn Snorri Rafnsson er einn af fjölmörgum hæstánægðum L200 eigendum en í ágúst fékk hann afhent eintak með glæsilegu pallhúsi sem er sérsniðið að hans þörfum og hefur ferðast á pallbílnum um landið þvert og endilangt og sinnt bæði hugðarefnum sínum og atvinnu.

Pallbílarnir

Pallbílarnir frá Mitsubishi hafa átt miklum vinsældum að fagna frá því að sá fyrsti leit dagsins ljós árið 1978. Fimmta kynslóð Mitsubishi L200 4x4 fangar hugmyndina um sportlegan pallbíl með því að blanda saman þægindum fólksbílsins við áreiðanleika og notagildi pallbílsins. Fjórhjóladrifskerfið skilar framúrskarandi eiginleikum og dreifingu á átaki til fram- og afturhjóla með yfirburðarmeðhöndlun og stýringu við misjafnar aðstæður. 2,4 lítra MIVEC vélin er 181 hestöfl og gefur hámarksafl án þess að stjórn ökumanns á bílnum minnki. Kröftug yfirbygging og straumlínulöguð hönnun stuðla að stöðugri stýringu og mjúkum akstri á þjóðvegum landsins. Svo er L200 líka með krafta í kögglum og státar af dráttargetu upp á 3100 kg.