Fara í efni

Outlander PHEV

Verð frá: Uppseldur
frá 2,0 l/100 km CO2 frá 46 g/km

Vinsælasti tengiltvinnbíllinn á Íslandi

Umhverfisvænni og meiri fjórhjólabíll

Outlander PHEV sameinar kosti rafmagns og bensíns, er sparneytinn, fjórhjóladrifinn og rúmgóður. 

Það er erfitt að ímynda sér rafmagnsbíl sem einnig uppfyllir dæmigerða kosti jeppa um veghæð og aksturseiginleika í öllum vegskilyrðum. Mitsubishi Outlander PHEV þýðir miklu meira. Hann veitir akstursánægju, hugarró og rafmagn og býður upp á afl, hröðun, hljóðlátur og öruggan akstur. Uppgötvaðu hvernig vinsælasti bíllinn á Íslandi uppfyllir nýjar kröfur okkar tíma.

Upplifðu það sérstaka; rafmagnið, hljóðláta akstursánægjuna og þar með alveg nýja upplifun,

Meiri geta en nokkru sinni fyrr

Akstursánægjan kemst á annað stig í PHEV fjórhjóladrifi. Samspil rafmótora á hvorum öxli og skilvirkrar og öflugrar bensínvélar hámarka afkastagetuna í akstri. Njóttu bæði ævintýraferða út í buskann sem og daglegs aksturs með viðbragðsfljótri stýringu og hljóðlátum þægindum nýs OUTLANDER PHEV.

Meiri afköst. Meiri skemmtun

Upplifðu nýjan Mitsubishi Outlander PHEV með endurhannaðri S-AWC-tækni. Tveir uppfærðir mótorar og S-AWC-aldrif skila auknu afli og afköstum sem gera allar aðstæður leikandi léttar. Nýr OUTLANDER PHEV er annars konar rafbíll sem skilar þér þýðum og hljóðlátum akstri.

Rúmgóður og fágaður

Stígðu inn í þægilegan og fágaðan griðastað þar sem akstursánægjan eykst enn með góðu fótarými, íburðarmiklum aukahlutum og sérlega hljóðlátum akstri. Framsætin veita góðan stuðning í beygjum. Öll sætin eru úr vönduðum gæðaefnum og hægt er að leggja sætisbökin að aftan niður til að laga farangursrýmið að þínum þörfum hverju sinni.

Nýsköpun með afköst að leiðarljósi

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á hinu framsækna PHEV-kerfi. Nú er kerfið með afkastameiri mótor að aftan, sparneytnari vél og háþróaðri aflstjórnun sem byggð er á langri reynslu okkar. Allt skilar þetta sér í sérlega hljóðlátum, liprum og jöfnum akstri.

Tveir mótorar með fjórhjóladrifi og S-AWC-aldrif Sjálfstæðir mótorar á fram- og afturöxli veita sérlega viðbragðsfljótt fjórhjóladrif með S-AWC-aldrifi sem tryggir mjög stöðugan akstur og einfalda og hnökralausa stýringu.

Ný 2,4 lítra vél Sérlega skilvirk Otto+ Atkinson-vél gerir aksturinn sparneytinn og minnkar útblástur koltvísýrings.

Rafall Afkastamikill rafall breytir vélarafli í rafmagn til að hlaða rafhlöðuna og styðja við mótorana þegar þörf er á. Afldrifseining að framan og stjórntölva rafmótors að aftan Þessar snjallstýringar leggja sitt af mörkum til að auka orkunýtingu og bæta stjórnun mótors með fljótvirku hámarkstogi sem er afkastameira en með 3,0 lítra bensínvél.

Rafhlaða Afkastamikilli 13,8 kWh rafhlöðu er komið fyrir undir gólfinu til að hámarka pláss inni í bílnum og lækka þyngdarmiðju hans svo að hann verði öruggari og láti betur að stjórn.

Akstur á rafmagni Mótorinn knýr bílinn með rafmagni úr rafhlöðunni, ekkert eldsneyti er notað og engin losun koltvísýrings á sér stað. Þessi akstursstilling er mjög hreinlát og öflug. Hámarkshraðinn er 135 km/klst.

Meiri drægni

Mitsubishi Outlander PHEV hefur allt að 54km rafmagnsdrægni og heildardrægni allt að 800 km. Það er gott að ferðast umhverfisvænt og áhyggjulaust.

Meiri kraftur

Í Outlander Plug-in Hybrid vinnur öflug 2,4 lítra bensínvélin (99 kW / 135 hestöfl) með hámarks tog á 211 Nm samkvæmt svonefndri Atkinson hringrás og hefur meiri afköst og meiri orkunýtni. Bensínvélin er ásamt tveimur öflugum rafmótorum - að framan (60 kW / 82 hestöfl) og að aftan (70 kW / 95 hestöfl). Samspilið veitir mikla akstursánægju með hámarksafköst kerfisins; 165 kW (224 hestöfl).

Fleiri möguleikar

Það eru margar leiðir til að hlaða rafhlöðurnar. Stingdu í samband í tengil með hleðslukapli sem fylgir bílnum, settu upp eigin hleðslustöð – eða notaðu fjölmargar stöðvar í boði. Þitt er valið.

Meira akstursöryggi

Framúrskarandi alhjóladrifið Super All Wheel Control (S-AWC) með einum rafmótor á hvern öxul hefur nú tvær sérstakar viðbótarstillingar: SNOW mode og SPORT mode.
Þú getur látið bílinn velja – eða tekið völdin.

Meira pláss - fleiri möguleikar

Bæði fjölskyldan og farangurinn hafa mikið pláss í Mitsubish Outlander PHEV. Komdu inn og láttu þig líða vel, engu er sparað í plássi fyrir þig og þína.

Meiri þægindi - meiri ánægja

Í dagsins önn er mikilvægt að leita að einföldunum og þægindum. Mitsubishi Outlander PHEV er þægileg, rúm og þögul meistarasmíði sem stuðlar að hugarró ökumanns með mörgum litlum og frábærum smáatriðum í hönnun og tækni.

Meira öryggi - aukið sjálfstraust

Hin háa sætisstaða, gott útsýnið og sú vitneskja að nýjustu öryggiskerfi eru að verki veita öryggistilfinningu. Það sem þér er mikilvægast er vel varið. Hvenær sem er, sjálfvirkt og alveg áreiðanlegt.

Meiri tækni - aukið öryggi

Mitsubishi Motors hafa í áratugi haft að leiðarljósi að þróa tæknilausnir sem tryggja öruggan akstur við ólíkar aðstæður sem mæta ökumönnum hvert sem leiðin liggur.
Fjölmörg stöðluð aðstoðarkerfi draga úr hættu á slysum, vernda þig og fjölskyldu þína ef árekstur verður á sem bestan hátt. Outlander Plug-in Hybrid veitir þér enn meiri vernd og ákjósanlega stjórnun ökutækja.

Outlander PHEV 2020

Mitsubishi Outlander PHEV

Útfærslur

  Invite+ Instyle+
Verð Uppseldur Uppseldur
Drif 4WD 4WD
Gírskipting Sjálfskipting Sjálfskipting
Vél 2,4 2,4
Eldsneyti Rafmagn & bensín Rafmagn & bensín
230 230
Eyðsla 2,0 2,0
CO2 46 46
Drægni á rafmagni skv. WLTP mælingu 45 km. 45 km.

Staðalbúnaður

  Invite+ Instyle+
8 umhverfisvænir, sanseraðir litir (NÝTT)
Endurbætt aftursæti fyrir betri stuðning við axlir og bak (NÝTT)
Stærra og hraðara stafrænt útvarp með 8" skjá (NÝTT)
Sæti með C-tec áklæði með mjóbakstillingu (NÝTT)  
Aflendurheimt á hemlum f. rafmótor
AVAS-hljóðviðvörunarbúnaður
Bakkmyndavél
Baksýnisspegill m. sjálfvirkri deyfingu
Brekkuaðstoð
CCS hraðhleðslubúnaður
Dökkar rúður að aftan
ECO akstursstilling
Loftþrýstingsnemar í hjólbörðum
EV rafmagnsakstursstilling
Fjórhjóladrifsval
Flapsar til endurvinnslu bremsuorku
5m hleðslukapall
12V tengi til hleðslu fyrir aukahluti
Leðurklætt aðgerðarstýri
Lykillaust aðgengi og ræsing
Rafknúið aflstýri
Rafstýrð miðstöð
Forhitar með snjallsímatenginu
Rafstýrð handbremsa
Regn- og ljósaskynjari
Aðfellanlegir speglar
Þakbogar
Sjálfvirk miðstöð
Mitsubishi snjallsímaapp
SRS hliðarloftpúðar og loftpúðatjöld
SRS hnéloftpúði fyrir ökumann
SRS loftpúðar fyrir fremstu röð
Stafrænt útvarp,
ASC og TCL stöðugleika stýring
Vindskeið að aftan
Þrjár ISO-FIX festingar
18" álfelgur
360* myndavél  
Akreinavari  
Blindhornaviðvörun
Fjarlægðartengdur hraðastillir  
17" bremsudiskar
Neyðarhemlun  
Rafmagn í afturhlera  
Stýrihnappur fyrir 4 myndavélar  
Vöktunarkerfi að aftan (RCTA)  
Premium hljóðkerfi  
Leðuráklæði á slitflötum  
Rafstýrt bílstjórasæti ✔ 
Sóllúga  
Hitakerfi á rafhlöðu  
Týgulmynstrað leður  
Ákeyrsluvörður  

 

 

Tæknilegar upplýsingar

  Invite+ Instyle+
Breidd 180 cm 180 cm
Lengd 470 cm 470 cm
Eiginþyngd 1.914 kg 1.914 kg
Heildarþyngd 2.390 kg 2.390 kg
Dráttargeta 1.500 kg 1.500 kg
Hámarkshraði 200 km/klst. / 135km/klst. á rafmagni 200 km/klst. / 135km/klst. á rafmagni
Dekk 225/55R18 225/55R18