Fara í efni

Eclipse Cross

Verð frá: 4.190.000 kr.
frá 6,2 l/100 km CO2 frá 151 g/km

Hannaður til sigurs

Spennandi hönnun

Útlitshönnunin fær þig til að langa í ökuferð við fyrstu sýn og fyllir þig áræðni og djörfung. Skarplega mótuð, ferningslaga hönnun og djarflegt, þróttmikið yfirbragð bílsins minnir á íþróttamann í ham og vekur athygli hvert sem ekið er.

Bíllinn er rennilegur eins og tveggja dyra sportbíll en þó leynir sér ekki hvað hann er – jeppi frá Mitsubishi Motors. Þróttmikið ytra byrði með hvössum útlínum lýsir vel íþróttamannslegum sprengikraftinum, allt frá sportlegri framhliðinni til hátæknilegra afturljósanna. Allt kemur þetta saman í sterku yfirbragði sem kallar á ævintýraleiðangra.

Tilbúinn Í allt

Djarflegar línur. Útvíð aurbretti. Skarplega mótaður fleygur minnir á íþróttamann sem er þess albúinn að spretta upp frá rásmarkinu. ECLIPSE CROSS æðir af stað og þeir sem eftir standa geta aðeins dáðst að skarplega hallandi afturrúðunni.

Sætisstillingar Í aftursætum

Þægilegum aftursætunum með níu þrepa hallastillingu og 200 mm hliðarfærslumöguleika má renna alla leið aftur á bak, til að tryggja besta fótarými í flokki sambærilegra bíla. Jafnvel þá er gnægð geymslurýmis að aftan og sætisbökin, sem eru tvískipt í hlutföllunum 60:40, má leggja niður hvort fyrir sig, til að fá meira pláss.

Rafknúinn þakgluggi

Bíllinn er með glæsilegum, tvískiptum þakgluggum með rennigluggahlerum að utanverðu sem tryggja loftgæði fyrir farþega og ökumann. Gluggana má opna hvorn fyrir sig eða báða í einu til að hleypa inn sólarljósi og fersku lofti.

Nettir sílsalistar

Sílsalistarnir eru nettir og rennilegir og njóta varnar gegn aurslettum með dyralistum. Þannig geta allir farið inn og út úr bílnum vandræðalaust, án þess að nudda fótleggjunum upp við bílinn og verða forugir.

Hiti í framrúðu

Hitaleiðslur liggja þvert yfir alla framrúðuna og sjá um að halda glerinu móðu- og frostfríu og tryggja þannig framsýn með fljótvirkari hætti en með því að nota miðstöð/afísingarbúnað.

Hiti í stýri

Hitinn í stýrinu gerir alla notkun mun þægilegri þegar kalt er í veðri. Aflrofanum er haganlega komið fyrir á miðjustokknum.

Hiti í sætum

Ökumannssætið, farþegasæti að framan og tvö aftursætanna eru með hiturum í sætissessum og sætisbökum sem hægt er að kveikja eða slökkva á með afar aðgengilegum rofum.

Lyklalaust kerfi (KOS)

Þegar þú ert með lykilinn á þér getur þú ýtt á hnapp utan á framdyrum eða á afturhlera til að læsa öllum dyrum og afturhleranum eða taka úr lás og ýtt á svissinn í ökumannsrýminu til að ræsa vélina eða drepa á henni.

S-AWC

Þú kemst örugglega á áfangastað með stýringu á öllum hjólum, eða S-AWC (Super All Wheel Control) og hárri, stífri yfirbyggingu. Á torfærum vegum, í rysjóttu veðri og við aðrar erfiðar aðstæður heldurðu fullri stjórn og ekur af öryggi, lipurð og viðbragðsflýti. Upplifðu akstursánægju sem á engan sinn líka, fulla af áskorunum og innblæstri.

 S-AWC færir þér aukið sjálfstraust, sama hvert ekið er, með því að samþætta rafeindastýrt fjórhjóladrif og einkaleyfavarið stjórnkerfi Mitsubishi Motors, Active Yaw Control (AYC), eða „virka veltikerfið“, sem nýtir sér hemlun til að dreifa toginu með sem hagkvæmustum hætti til vinstri og hægri hjóla. Jafnvel þótt þú hemlir óvart eða akir of hratt um snævi þakta beygju heldur þú fullri stjórn á bílnum án þess að beita viðbótarafli á stýrið, því S-AWC greinir vegaaðstæður í rauntíma og beitir réttu hemluninni hverju sinni, auk þess sem kerfið virkjar mismunadrifið að aftan til að bæta frammistöðu bílsins á veginum. Gaumljós á mælaborðinu upplýsir þig um stöðu S-AWC-kerfisins hverju sinni. Þú getur valið sjálfvirka akstursstillingu, snjóstillingu eða malarstillingu, allt eftir ástandi vegar hverju sinni, til að hámarka nákvæmni í beygjum, stöðugleika í beinum akstri og öryggi við akstur í hálku.

Eclipse Cross - litir & áklæði

Útfærslur

 IntenseIntenseInstyle
Verð 4.790.000. 4.990.000 5.290.000
Drif 2WD 4WD 4WD
Gírskipting Sjálfskiptur Sjálfskipting Sjálfskipting
Vél 1.5 1.5 1.5
Eldsneyti Bensín Bensín Bensín
163 163 163
Eyðsla 6,1 6,2 6,2
CO2 151 159 159

Staðalbúnaður

 IntenseIntenseInstyle
18" álfelgur
Led dagljósabúnaður
Svartir þakbogar
Leðurklætt aðgerðarstýri
Hiti í framsætum
Tveggjasvæða loftkæling
Upplýsingaskjár í mælaborði
Stafrænt útvarp
Lykillaust aðgengi
Rafknúið stýri
Rafdrifnar rúður að framan og aftan
8 fjarlægðarskynjarar
Bakkmyndavél
Neyðarhemlun
Hraðastillir
Akreinavari
Loftþrýstingsskynjari í hjólbörðum
Regn og ljósaskynjari
ABS
Stöðuleikastýring
SRS Loftpúðar
Loftpúðatjöld fyrir 1. og 2. sætaröð
Hnéloftpúðar fyrir ökumann
ISO-FIX festingar
Krómhúðaðir listar að utanverðu
Lykillaus ræsing
Framrúðuskjár ( Head Up Display)
Smartlink margmiðlunartæki
Vöktunarkerfi að aftan
360* myndavél
Fjarlægðartengdur hraðastillir
Blindhornaviðvörun
Rafmagnshandbremsa
Brekkuaðstoð
LED aðalljós    
Sóllúga í fram og afturrými    
Hiti í stýri    
Rafhituð framrúða    
Leðuráklæði á slitflötum    
Rockford premium hljóðkerfi    

Tæknilegar upplýsingar

 InviteIntenseInstyle
Breidd 180 cm 180 cm 180 cm
Lengd 440 cm 440 cm 440 cm
Eiginþyngd 1.490 kg 1.520 kg 1.520 kg
Heildarþyngd 2.050 kg 2.150 kg 2.150 kg
Dráttargeta 1.600 kg 1.600 kg 1.600 kg
Hámarkshraði 205 km/klst. 200 km/klst. 200 km/klst.
Dekk 225/55R18 225/55R18 225/55R18